RARIK bætir viðskiptavinum tjón vegna rafmagnsleysis

RARIK bætir viðskiptavinum tjón vegna rafmagnsleysis

Dalvíkurbyggð vill vekja athygli íbúa og fyrirtækja á frétt á heimasíðu RARIK en þar kemur fram að RARIK mun koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember 2019.

 

RARIK býður viðskiptavinum sínum að sækja um endurgreiðslu á  kostnaði vegna keyrslu varaaflsvéla, vegna olíu- og gasnotkunar við framleiðslu á rafmagni eða við upphitun. Sjá nánar á heimasíðu RARIK:  https://www.rarik.is/frettir/baetur-vegna-tjons-a-bunadi-og-keyrslu-varaaflsvela