Rakel Bára 5 ára

Rakel Bára 5 ára

Í dag 21. ágúst er Rakel Bára 5 ára. Rakel Bára gerði sér glæsilega kisu kórónu, bauð börnunum upp á ávexti í ávaxtastund og flaggaði íslenska fánanum í tilefni þessa merka dags Að sjálfsögðu var svo afmæilissöngurinn sunginn hátt og snjallt fyrir hana Fyrir hádegi fór hún í skemmtilega gönguferð ásamt krökkunum á sinni deild þar sem þau gengu niðrað sjó og gáfu öndunum brauð, svo enduðu þau ferðina á að sulla og vaða að vild í láginni sem vakti mikla lukku Við óskum elsku Rakel Báru og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með afmælið.