Rafmagnslaust í Svarfaðardal. Tilkynning frá Rarik og veitu- og hafnasviði.

Rafmagnslaust í Svarfaðardal. Tilkynning frá Rarik og veitu- og hafnasviði.

Uppfært 10.12.2019 - kl. 17:44:

Rafmagnslaust er í Svarfaðardal bæði að Austan- og Vestanverðu og búist er við að rafmagnsleysi vari eitthvað áfram þar sem ekki er hægt að hefja viðgerð fyrr en veður gengur eitthvað niður.

Rafmagnstruflun var í gangi í landskerfinu á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði í dag og unnið var í að byggja upp kerfið.  Áfram eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að spara notkun á rafmagni og heitu vatni eins og kostur er.