Raflagnir Rarik á heimasíðu Dalvíkurbyggðar

Raflagnir Rarik á heimasíðu Dalvíkurbyggðar

Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er hægt að skoða, undir hnappnum Kortavefur, svokallaða kortasjá. Kortasjáin er vefur sem heldur utan um yfirlitskort af öllu sveitarfélaginu, meðal annars kort af öllum þéttbýlisstöðum. Inn á þessari kortasjá er hægt að skoða teikningar af byggingum, gildandi deiliskipulög og aðalskipulag og það nýjasta sem eru allar raflagnir á vegum Rarik. Þannig er nú hægt að skoða á kortinu raflagnir og inntök inn í öll hús í sveitarfélaginu.

Til að skoða raflagnir, teikningar eða skipulög er smellt í viðkomandi reit upp hægra megin á skjánum sbr. meðfylgjandi mynd.