Ráðning í starf íþrótta-og æskulýðsfulltrúa

Þann 10. desember síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Alls bárust 14 umsóknir en ein umsókn var dregin til baka. Umsækjendur voru því alls 13. Gengið hefur verið frá ráðningu Gísla Rúnars Gylfasonar í starfið. Gísli Rúnar er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum ásamt því að búa yfir 10 ára reynslu af starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Við bjóðum Gísla Rúnar velkominn til starfa.