Ráðið í starf Upplýsingafulltrúa

Margrét Víkingsdóttir hefur verið ráðin í starf upplýsingafulltrúa hjá Dalvíkurbyggð og mun hún hefja störf í haust. Hún tekur við starfinu af Þórði Kristleifssyni sem mun láta af störfum síðar í sumar.

Margrét er fædd 1978 og er með B.sc. gráðu í rekstrarfræði með áherslu á markaðsmál frá Háskólanum á Akureyri.

Eiginmaður Margrétar er Klemenz Bjarki Gunnarsson, verkefnisstjóri á Alþjóðasviði Háskólans á Akureyri. Margrét og Klemens Bjarki eru búsett í Svarfaðardal og þau eiga eitt barn.

42 einstaklingar sóttu um starfið.