Pleizið að opna að nýju

Kæru vinir. Þessa stundina er félagsmiðstöðin Pleizið á ráspól og er að gera sig klára í að hefja starf vetrarins. Það hafa flestir heyrt hamarshöggin dynja úr Víkurröst og ættu því allir að vita að þar eru framkvæmdir á fullu. Húsnæðið verður ekki klárt fyrr en síðar í haust en ætlum við ekki að láta það stoppa okkur. Við munum því vera með starfsemi upp í Dalvíkurskóla fyrst um sinn. Í næstu viku ætlar Maggi að hitta nemendaráðið og fara með þeim yfir haustið ásamt því að láta þau búa til dagskrá. Fylgist því með.