Páskar 2010 í Dalvíkurbyggð


Ýmsar uppákomur verða í Dalvíkurbyggð um páska.
 
Skíðasvæðið (www.skidalvik.is) verður opið alla páskadagana frá kl. 10:00 – 17:00.
Sundlaug Dalvíkur (www.dalvik.is/sundlaug) verður opin Skírdag til páskadags kl. 10:00 – 19:00 og annan í páskum kl. 10:00 – 17:00.
Byggðasafnið Hvoll (www.dalvik.is/byggdasafn) verður opið föstudaginn langa til mánudags kl. 14:00 – 16:00.
Berg menningarhús er opið páskadagana milli kl. 14:00 og 18:00.

• Leikjaland fyrir börnin alla dagana norðan við neðri skíðalyftuna. Í leikjalandi verða ýmsar þrautir sem börn á öllum aldri hafa gaman af að glíma við.
• Unga fólkið sem æfir skíði á Dalvík mun bjóða uppá byrjendakennslu gegn sanngjörnu gjaldi. Þeir sem vilja panta tíma geta sent tölvupóst á skidalvik@skidalvik.is.
• Farnar verða troðaraferðir upp undir fjallsbrún á Böggvistaðarfjalli eftir því sem veður og aðstæður leyfa, auglýst nánar á svæðinu.
• Troðin verður göngubraut í hólunum ef veður og snjóalög leyfa.
• Veitingasalan í Brekkuseli verður opin alla páskana á opnunartíma svæðisins.

Dagskrá

Miðvikudagurinn 31. mars
Uppistand í Ungó kl. 21:03 – Fíllinn, Þórhallur Sigurvin Jónsson skemmtir á sinn einstaka hátt. Forsala miða í síma 846-5983, aðgangseyrir 1.500 kr.

Fimmtudagurinn 1. apríl – Skírdagur
Skíðasvæðið á Dalvík. Opnunartími: 10:00 – 17:00
Konukvöld kl. 20:00 – 22:00. Konur fjölmenna í fjallið og eiga skemmtilega og ljúfa kvöldstund saman. Carving kennsla, gott í gogginn, lifandi tónlistaratriði og léttir leikir.Nánari upplýsingar á www.skidalvik.is.
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00 – 19:00. Lukkumiðaleikur og happdrætti.
Berg - menningarhús. Opnunartími kaffihúss: 14:00 – 18:00.

Föstudagur 2. april – Föstudagurinn langi
Skiðasvæðið á Dalvík. Opnunartími: 10:00 – 17:00.
Lopapeysudagur í Böggvisstaðarfjalli. Allir sem mæta í lopapeysu fá óvæntan glaðning. Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum.
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00 – 19:00. Lukkumiðaleikur og happdrætti.
Byggðasafnið Hvoll – opið kl. 14:00 – 16:00. Ísbjörninn ógurlegi og stærsti maður heims!!!
Berg - menningarhús. Opnunartími kaffihúss: 14:00 – 18:00.

Laugardagur 3.apríl
Skiðasvæðið á Dalvík. Opnunartími: 10:00 – 17:00.
Þetta er rétti dagurinn fyrir fjölskylduna til að bregða sér í fjallið og búa til sína eigin dagskrá með kakó í brúsa og bananabrauð. STIGASLEÐAR leyfðir í sérstakri braut norðan við neðri lyftu hluta úr deginum.
Af óviðráðanlegum orsökum fellur fyrirhuguð kvöldopnun í fjallinu niður - beðist er velvirðingar á því.
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00 – 19:00. Lukkumiðaleikur og happdrætti.
Byggðasafnið Hvoll – opið kl. 14:00 – 16:00. Ísbjörninn ógurlegi og stærsti maður heims!!!
Berg - menningarhús. Opnunartími kaffihúss: 14:00 – 18:00.
Rokktónleikar - Karlakór Dalvíkur, Matti Matt og hljómsveit flytja lög Queen og Bítlanna kl.20:30. Miðasala í Húsasmiðjunni á Dalvík og við innganginn.
Stórdansleikur í Víkurröst með *DALLAS ALL STARS* - Beggi Kára, Eyþór Ingi, Matti Matt, Friðrik Ómar og Matti Stef í Pöpunum.

Sunnudagur 4. apríl – Páskadagur
Skiðasvæðið á Dalvík. Opnunartími 10:00 – 17:00.
Samhliðasvig fyrir börn fædd 1999 - 2002
Páskaeggjamót fyrir börn fædd 2003 og yngri.
Kl. 14 verður opnað fyrir hið rómaða kaffihlaðborð foreldrafélags Skíðafélags Dalvíkur . www.skidalvik.is.
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími 10:00 – 19:00. Lukkumiðaleikur, dregið í happdrætti kl. 17:30.
Byggðasafnið Hvoll – opið kl. 14:00 – 16:00. Ísbjörninn ógurlegi og stærsti maður heims!!!
Berg - menningarhús. Opnunartími kaffihúss: 14:00 – 18:00.

Mánudagur 5.apríl - Annar í páskum
Skiðasvæðið á Dalvík. Opnunartími 10:00 – 16:00.
Firmakeppni – öllum heimil þátttaka – Nánari upplýsingar síðar á www.skidalvik.is.
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00 – 17:00. Lukkumiðaleikur.
Byggðasafnið Hvoll – opið kl. 14:00 – 16:00. Ísbjörninn ógurlegi og stærsti maður heims!!!
Berg - menningarhús. Opnunartími kaffihúss: 14:00 – 18:00.