Páskadagskrá Sundlaugar Dalvíkur

Eins og áður hefur komið fram verður ýmislegt um að vera í Dalvíkurbyggð um páskana. Hér má finna nánari dagskrá þess sem um er að vera í Sundlaug Dalvíkur og á skíðasvæðinu.

Eins gefst fólki kostur á að bregða sér á hestbak hjá hestaleigunni í Hringholti og fara í reiðtúr um Svarfaðardalinn. Bókun og nánari upplýsingar um verð og tímasetningar má fá í eftirfarandi símanúmerum 4661679, 8619631 eða 616-9629.