Páskabingó

Vinnur þú páskaeggið þitt á morgun?  Hið árlega páskabingó Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS verður haldið á morgun, þriðjudaginn 31. mars kl. 17:00, í hátíðarsal Dalvíkurskóla. Gengið er inn um aðalinnganginn.

Fjöldi glæsilegra vinninga að vanda.

Hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund saman á þriðjudaginn.

Óskum ykkur öllum gleðilegra páska.