Öskudagurinn

Þá er komið að þeim degi sem börnin hafa beðið hvað spenntust eftir, sjálfum öskudeginum. Börn og starfsfólk klæðast einhverskonar grímubúningum, við sláum ,,köttinn" úr tunnunni og skemmtum okkur saman. Þeir foreldrar sem hafa áhuga og tök á er velkomið að koma og vera með okkur. Ekki skemmir fyrir ef þeir mæta í búning :) Við áætlum að byrja um kl: 10:00.