Orri Freyr 4 ára

Orri Freyr 4 ára

Á morgun, 30. nóvember verður Orri Freyr 4 ára. Hann hélt upp á daginn með okkur í leikskólanum í dag og bjó sér til glæsilega kórónu. Hann flaggaði líka íslenska fánanum og bauð upp á ávextina í ávaxtastundinni. Svo var afmælissöngurinn sunginn fyrir hann hátt og snjallt. Við óskum Orra Frey og fjölskyldu hans innilega til hamingju með morgundaginn.