Opnunartími í Pleizinu næstu daga

Á morgun, þriðjudaginn 19. desember, verður jólaball í Pleizinu fyrir 1.- 4. bekk frá klukkan 18:15-19:45 og verður boðið upp á diskótek og leiki. Eins verður jólaball á miðvikudaginn 20. desember fyrir  5.-7. bekk frá klukkan 19:00-20:30 en þá tekur við jólaball fyrir elstu bekkina, 8.-10. bekk frá 21:00-23:30.

Á föstudaginn verður tiltekt og jólaþrif í félagsmiðstöðinni og eru allir velkomnir á milli klukkan 14:00 og 17:00 í frágang og tiltekt. Jólaöl, piparkökur og dúndrandi jólastemning á staðnum, lítil systkini eru velkomin með eldri börnunum.

Félagsmiðstöðin verður lokuð dagana 23.-28. desember en þann föstudaginn 29. desember verður tekið örlítið forskot á áramótin og verður haldið diskótek í áramótastíl fyrir 8. -10. bekk frá klukkan 21:00-23:30 - allir í sínu fínasta pússi með hatta og blístrur.

Fyrsta opnunarkvöld í Pleizinu 2007 er miðvikudagskvöldið 3. janúar.