Opnunartímar um páska - Sund, skíði og safn

Páskar í Dalvíkurbyggð
Nú er um að gera að skella sér í bíltúr til Dalvíkurbyggðar og kynna sér mannlífið þar.

Opnunartími Sundlaugar Dalvíkur, Byggðasafnsins Hvols og skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli er eftir því sem hér segir:


Opið verður í Sundlaug Dalvíkur á eftirfarandi tímum um páskana:

  • Skírdag, Föstudaginn langa, Páskadag og annan dag páska er opið frá 10:00-19:00 (sölu lýkur 18:30)
  • Laugardag (15. apríl) er opið frá 10:00-21:00 (sölu lýkur 20:30)

    Eins og venjulega verða lukkumiðar í skápum og heppnir gestir fá páskaegg eða annan glaðning í verðlaun.

Byggðasafnið Hvoll verður einnig með opið um páskana og eru opnunartímar safnsins eftir því sem hér segir:

  • Skírdag, Föstudaginn langa, laugardag, Páskadag og annan dag páska er opið frá 14:00-17:00.

Skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli verður að sjálfsögðu opið þar sem nægur snjór er á svæðinu og er svæðið opið:

  • Miðvikudag 12. apríl frá 14:00-23:00
  • Skírdag, Föstudaginn langa, laugardag og Páskadag frá 10:00-17:00
  • Annan dag páska frá 10:00-16:00

    Frekari upplýsingar um skíðasvæðið má finna á síðu Skíðafélags Dalvíkur, www.skidalvik.is, en Firmakeppni verður haldin á annan dag páska.

Það er því ýmislegt sem íbúar Dalvíkurbyggðar og aðrir ættu að geta fundið sér til skemmtunar um páskana.