Opinn fundur um hitaveituframkvæmdir

Í kvöld, 17. apríl, verður haldinn opinn fundur að Rimum í Svarfaðardal um framkvæmdir Hitaveitu Dalvíkur og hefst fundurinn klukkan 20:30. Á fundinum mun Þorsteinn K. Björnsson, bæjartæknifræðingur, kynna þær framkvæmdir sem fyrirhugaður eru í Svarfaðardal og spurningum svarað varðandi framkvæmdirnar.

Allir þeir sem hafa áhuga á framkvæmdunum eru hvattir til að mæta á fundinn.