Opið hús, vöfflukaffi og samlestur

Opið hús, vöfflukaffi og samlestur

Laugardaginn 24. janúar kl. 14:00 verður opið hús í Ungó, húsi Leikfélags Dalvíkur. Við hvetjum alla, sem áhuga hafa á félagsstarfi, til að mæta. Við leitum að fólki til að starfa með okkur á öllum sviðum, hvort sem það er á sviði, í förðun, hárgreiðslu, sviðsvinnu, saumaskap eða hverju sem er. Þeir sem áhuga hafa fá svo tækifæri til að sitja fyrsta samlestur vetrarins.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Leikfélag Dalvíkur