Opið hús á Krílakoti - Ný viðbygging tekin formlega í notkun

Þriðjudaginn 11. desember n.k., kl. 16:00, verður ný viðbygging Krílakots afhent Dalvíkurbyggð við hátíðlega athöfn. Í tilefni þess verður opið hús milli kl. 16:00-18:00 á Krílakoti og er stórum og smáum íbúum Dalvíkurbyggðar boðið að vera viðstaddir athöfnina og þiggja veitingar um leið. Þess má geta að leikskólarými hefur verið stækkað um 149,3 m2 og hefur aðstaða starfsfólks og yngri barna verið bætt til muna. Einnig hafa töluverðar endurbætur verið gerðar á eldra húsnæði. Verktaki var Tréverk ehf. á Dalvík og voru það leikskólabörn á Krílakoti sem tóku fyrstu skóflustunguna í mars á þessu ári.