Okkur vantar leikskólakennara

Okkur vantar leikskólakennara

Leikskólinn Kátakot
Óskar eftir að ráða leikskólakennara
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp
Hæfni í mannlegum samskiptum
Tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í leikskólastarfi
Í Kátakoti eru 46 börn á aldrinum 4 – 6 ára. Einkunnarorð skólans eru gleði,
ábyrgð og samvinna. Lögð er áhersla á skapandi starf og nám í gegnum leik.
Allir skólar í Dalvíkurbyggð eru að innleiða Uppbyggingarstefnuna. Lögð er mikil
áhersla á jákvæðni og að starfsfólki líði vel í starfi.
Umsóknarfrestur er til 21. desember.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2013.
Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason leikskólastjóri, gisli@dalvikurbyggd.is símar
460 4980 / 863 1329 og Steinunn Guðnadóttir aðstoðarleikskólastjóri, steinunng@
dalvikurbyggd.is símar 466 3197 / 845 1191.
Umsókn og ferilsskrá skal senda rafrænt á gisli@dalvikurbyggd.is