Og þá er komið að Dalvíkurbyggð

Eins og áður hefur komið fram hér á vef Dalvíkurbyggðar tekur sveitarfélagið þátt í spurningakeppni sveitarfélaganna nú í haust. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dalvíkurbyggð ætti að keppa þann 21. september en vegna óviðráðanlegra orsaka varð að fresta keppni okkar liðs og mun það því keppa á móti liði nágranna okkar við Tröllaskagann eða á móti sveitarfélaginu Skagafirði. Skagafjörður og Dalvíkurbyggð munu því etja kappi í 4. þætti þann 5. október næstkomandi. Allir eru velkomnir í sjónvarpssal til að fylgjast með útsendingu og hvetja sitt lið til dáða. Áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, kl. 19.45. Hér má sjá lið Skagafjarðar og Dalvíkurbyggðar:

Sveitarfélagið Skagafjörður
Ólafur I. Sigurgeirsson
Vanda Sigurgeirsdóttir
Óskar Pétursson

Dalvíkurbyggð
Hjálmar Hjálmarsson
Magni Þór Óskarsson
Katrín Sif Ingvarsdóttir