Og bráðlega munu skreytingar fara upp!

Og bráðlega munu skreytingar fara upp!

Eins og jafnan í aðdraganda Fiskidagsins mikla eru margir íbúar Dalvíkurbyggðar að fegra hús sín og lóðir. Búið er að mála ,,kaupfélagið“ og nú er verið að mála Sigtún og Hafnarbraut 10. Þá standa yfir framkvæmdir við Bjarg, en þessi hús eru öll við Hafnarbraut, sem er þjóðvegurinn í gegnum Dalvík. Verið er að malbika stíga og ýmis frágangsverkefni og bráðlega munu skreytingar fara upp.

Eins og oft áður verður Húsasmiðjan með ýmis tilboð í gangi fyrir Fiskidaginn sem eflaust einhverjir geta nýtt sér.