Nýtt útlit á www.Dalvik.is

Heimasíða Dalvíkurbyggðar hefur farið í andlitslyftingu. Einhverjar tengingar gætu verið úr lagi en unnið er að lagfæringum. Helsta áherslubreyting sem verður á www.dalvik.is er að með nýju síðunni verður farið í markvissa markaðssetningu sveitarfélagsins í heild. Horft verður meira til samfélagsins en á stjórnsýsluna þó hún fái sinn sess. Fyrirtæki og þjónusta fá meiri athygli á nýju síðunni og er unnið að því að gera umfjöllun um starfsemi fyrirtækjanna í Dalvíkurbyggð. Á haustmánuðum munu fleiri stofnanir fá heimasíðu undir www.dalvik.is/stofnun líkt og er með Krílakot, Byggðasafn og Bókasafn. Hugbúnaðar og ráðgjafarfyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sá um hönnun og uppsetningu á nýju útliti.