Nýtt merki fyrir Árskógarskóla

Nýtt merki fyrir Árskógarskóla

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að nýju merki fyrir Árskógarskóla sem hefur nú litið dagsins ljós. Börn skólans teiknuðu innri myndirnar, sem var skeytt saman og sett í hring með nafni skólans. Frágangsvinnu unnu þau Karen Lind Árnadóttir og Jón Ingi Sigurðsson velunnarar skólans og eru þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag. Merkið verður notað á bréfsefni skólans auk þess sem það verður sett á heimasíðuna.