Nýtt héraðsfréttablað fyrir Dalvíkurbyggð

Nú stendur fyrir dyrum útgáfa nýs óháðs héraðsfréttablaðs fyrir Dalvíkurbyggð. Blaðið mun koma út vikulega og flytja; fréttir, fróðleik, pistla, aðsendar greinar, léttmeti, viðtöl, auglýsingar og ýmislegt annað er tengist byggðarlaginu.

Til að af útgáfu geti orðið þarf nægilega stóran og dyggan hóp áskrifenda. Ef þú sem lest þetta hefur áhuga á að gerast áskrifandi, þá vinsamlega hafðu samband sem fyrst. Annaðhvort með tölvupósti á halldoria@simnet.is  eða albert@est.is  ellegar sláðu á þráðinn í síma 847 5446 (Halldór Ingi) eða 866 1445 (Albert).

Með von um góðar undirtektir,
Ritstjórn