Nýtt fyrirtæki í Dalvíkurbyggð - Prýði fótaaðgerðarstofa og gjafavöruverslun

Súsanna Svansdóttir og Auður Helgadóttir
Súsanna Svansdóttir og Auður Helgadóttir

Nýtt fyrirtæki opnaði í Dalvíkurbyggð á dögunum en um er að ræða fótaaðgerðarstofu sem opnuð hefur verið inn á Hárverkstæðinu hjá Auði. Súsanna Svansdóttir, fótaaðgerðarfræðingur, flutti með fjölskyldu sína frá Vopnafirði til Dalvíkur um áramótin og flutti einnig rekstur sinn með sér, Prýði, fótaaðgerðarstofu og gjafavöruverslun. Auður Helgadóttir, hársnyrtimeistari og eigandi hárverkstæðisins er svo einnig rekstraraðili á gjafavöruversluninni Prýði.

Dalvíkurbyggð óskar þessu flotta fyrirtæki velfarnaðar í rekstri. Megi það verða langlíft og auðga fyrirtækjalíf í Dalvíkurbyggð.