Nýr starfsmaður hjá félagsþjónustunni

Þórhalla Karlsdóttir er nýr starfsmaður félagsþjónustunnar en hún mun leysa Arnheiði Hallgrímsdóttur af á meðan hún er í fæðingarorlofi. Svarfssvið hennar verður að sinna dagmæðrum og heimilisþjónustu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á félagsmálasviði. Þórhalla er í þroskaþjálfanámi og stefnir að því að klára vorið 2010.

Vinnutími hennar er þrjá daga í viku frá kl. 8:00-12:00 og tvo daga í viku frá kl. 8:00-15:00. Netfangið hennar er tota@dalvik.is