Nýr starfsmaður á Fjármála- og stjórnsýslusviði

Þær breytingar hafa orðið á bæjarskrifstofunni að Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fjármála- og stjórnsýslustjóri, er komin í fæðingarorlof. Við hennar starfi tekur því tímabundið Katrín Dóra Þorsteinsdóttir viðskipta- og rekstrafræðingur.

Katrín Dóra er með skrifstofu á 1. hæð ráðhússins, símanúmerið 460 4900 og netfangið katrindora@dalvik.is

Við bjóðum Katrínu Dóru velkomna til starfa.