Nýr kennari í Sólkoti

Nýr kennari í Sólkoti

Síðasta föstudag hætti Sigrún hjá okkur (sem var hópstjóri bláa hópsins). Nú hefur Kapítóla Rán Jónsdóttir tekið við hennar starfi en hún er búin að vera í afleysingum hjá okkur síðustu mánuði þannig að börnin þekkja hana ágætlega. Hún er sem sagt að vinna í Sólkoti og um leið og við kveðjum Sigrúnu og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni, bjóðum við Kapítólu velkomna til okkar.