Nýr forstöðumaður Víkurrastar

Þann 22. júlí síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Víkurrastar. Alls bárust þrjár umsóknir. 

Viktor Már Jónasson íþróttakennari hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Víkurrastar. Hann kemur til starfa fimmtudaginn 30. ágúst. Viktor mun sjá um allt skipulag á frístundastarfi Víkurrastar.