Nýir starfsmenn og tímabundnar breytingar á fræðslu- og menningarsviði

Nýir starfsmenn og tímabundnar breytingar á fræðslu- og menningarsviði

Á umhverfis- og tæknisviði bárust 16 umsóknir um stöðu deildarstjóra nýrrar eigna- og framkvæmdadeildar sem endaði með ráðningu Steinþórs Björnssonar. Hann hefur störf um miðjan september og bjóðum við hann velkominn til starfa. 

Þó nokkrar breytingar urðu á starfsmannamálum á fræðslu- og menningarsviði. 
Gísli Bjarnason var ráðinn inn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar sem sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Fjóla Dögg Gunnarsdóttir lét af störfum sem kennsluráðgjafi. Ákveðið var að leysa það starf tímabundið innanhúss. Enginn sótti um auglýsta stöðu skólastjóra Árskógarskóla eftir að Jónína Garðarsdóttir lét af störfum og Friðrik Arnarson, nýráðinn skólastjóri Dalvíkurskóla mun því einnig leysa það starf af hendi en Hjördís Jóna Bóasdóttir gegnir stöðu deildarstjóra Árskógarskóla. Elín Lárusdóttir hætti sökum aldurs í starfi skólaliða Árskógarskóla og Anna Sólveig Jónasdóttir hóf störf í hennar stað. Herborg Harðardóttir lét einnig af störfum sökum aldurs. 

Á Krílakoti voru 3 stöður auglýstar í sumar. Magnea Rún Magnúsdóttir, Einar Sigurgeir Einarsson, Gunnar Már Magnússon og Sigrún Ingibjörg Guðmundsdóttir létu af störfum en þær Telma Björg Þórarinsdóttir, Anna Lauga Pálsdóttir og Aðalheiður Ýr Thomas hófu störf nú í haust.

Við þökkum þeim sem létu af störfum kærlega fyrir vel unnin störf og bjóðum nýja starfsmenn velkomna til starfa.