Nýir geisladiskar úr Dalvíkurbyggð

Nýir geisladiskar úr Dalvíkurbyggð

Geisladiskaútgáfa er með blómlegasta móti nú á vetrarmánuðum. Björn Sigurðsson á Hauganesi gaf út disk með eigin lögum nú fyrir skemmstu. Á diskinum Æskudraumur eru 12 lög þar af eitt eftir dóttur Björns, Karenu. Eitt laganna Æskustöðvarnar sigraði í dægurlagakeppni kvenfélagsins á Sauðárkróki sl. ár. Júlíus Júlíusson gefur út geisladisk með jólasögum sem hann hefur samið. Sögurnar er ætlaðar börnum á öllum aldri. Diskurinn kemur út á föstudag, og verður getraun á jólavef Júlla af því tilefni.
Svo hefur heyrst að unglingahljómsveitin Delta 9 sé með disk í vinnslu. Einnig er diskur Barnakórsins Góðra Hálsa enn til sölu en sá diskur var gefin út í vor.