Nýársganga Ferðafélags Svarfdæla

Árleg nýársganga Ferðafélags Svarfdæla hefst við Kóngsstaði í Skíðadal klukkan 13:00 á nýársdag. Gengið verður að Stekkjarhúsi og aftur til baka eftir notalega nestisstund þar. Ferðinga tekur 3-4 klukkustundir. Gönguaðferð er frjáls en gönguskíðin henta væntanlega vel í ár og hægt að draga börn á sleðum. Allir eru hjartanlega velkomnir og vonast stjórn félagsins til að sjá sem flesta.