Ný örsýning um konu opnar í Bergi í dag

Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur og Íris Ólöf á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík hafa í sameiningu fjallað um konur sem hafa markað spor í samfélagið okkar. 19. hvers mánaðar opnar sýning í menningarhúsinu Bergi á þeirra vegum. 19. júní 2016 opnar svo sýning á þeim 12 konum sem þær hafa fjallað um í Byggðasafninu Hvoli og mun sú sýning verða auglýst síðar. 

Í dag, 19. janúar kl. 16:00, opnar í Bergi örsýning um áttundu konuna og við hvetjum fólk til að koma á opnunina og kynna sér þessa merku konu.