Ný heimasíða ferðaþjónustuaðila

Nú er komin í loftið ný sameiginleg heimasíða fyrir ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu en markmið hennar er að kynna ferðaþjónustu og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Það er Myriam Dalstein, ferðaþjónustunni á Skeiði, sem hefur haft veg og vanda að uppsetningu síðunnar og verður hún á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.  Vefurinn er í stöðugri þróun og sífellt bætast fleiri upplýsingar þar inn.

Síðan er frábær viðbót við þær heimasíður sem ferðaþjónustufyrirtækin sjálf hafa því hún kynnir á einum stað alla þá aðila sem starfa í ferðaþjónustu hér. Hugmyndin er að vefurinn verði mjög lifandi þannig að þar sé að finna nýjustu upplýsingar um viðburði og fleira á vegum ferðaþjónustunnar.

Slóðin inn á síðuna er www.travel2dalvik.com og eru allir hvattir til að kíkja á hana sem og að benda öðrum í leit að upplýsingum um svæðið inn á hana.