Norræni skjaladagurinn 2005

Næstkomandi laugardag þann 12. nóvember er Norræni skjaladagurinn 2005 en í tengslum við hann verður opið hús á Héraðsskjalasafni Svarfdæla frá kl. 13:00-17:00. Í tengslum við daginn verður sýning á skjölum, myndum og fleira sem tengist efninu - Við ,,fiskimenn" Að auki verður almennt hlutverk safnsins kynnt.

,,Hvar eru skjölin?"
Við auglýsum eftir skjalagögnum varðandi efnið.
Það getur verið um myndir bréf handrit, dagbækur og
margt fl.að ræða.

 

Allir eru velkomnir.

 

Héraðsskjalasafn Svarfdæla

 Ráðhúsinu s. 460-4935