Norræna félagið fundar í Dalvíkurbyggð

Formannafundur Norræna félagsins á Íslandi verður haldinn á Dalvík dagana 3. og 4. nóvember nk.

Sambandsstjórn og starfsfólk hlakka til að eiga góða daga og gefandi spjall um störf Norrænu félaganna, hlutverk þeirra, tækifærin framundan og annað sem félagsdeildir úti um allt land óska að koma á framfæri og ræða í félagsskap systurfélaga. Haldnir verða tveir fundir: Opinn fundur um tækifæri í norrænu samstarfi og formannafundur skv. lögum Norræna félagsins á Íslandi.

Opni fundur Norrænu félaganna á Norðurlandi verður kl. 18.00 á kaffihúsinu Sogni, Goðabraut 3 á Dalvík. Formannafundur hefst laugardaginn 4. nóvember kl. 10.00. Fundurinn verður haldinn í Dalvíkurskóla sem er ekki langt frá Hótel Sóley. Um kl. 12.45 á laugardag verður hádegisverður, en formannafundi lýkur um kl. 15.15.

Frekari upplýsingar veitir Norræna félagið í síma 551 0165 eða á norden@norden.is.