Norðurstrandarleið þykir áhugaverð

Norðurstrandarleið þykir áhugaverð

Í vikunni birti RÚV frétt um Norðurstrandaleiðina eða Arctic Coast Way (ACW) en breski ferðavísirinn Lonely Planet hefur birt árlegan lista sinn yfir þá tíu staði í Evrópu, sem ferðaglöðum sérfræðingum ritsins þykir bestir eða áhugaverðastir hverju sinni.
Í þriðja sæti listans að þessu sinni er Norðurstrandarleiðin. Formleg opnun leiðarinnar er áætluð þann 8. júní nk.
Um afar spennandi og skemmtilegt verkefni er að ræða en nánari upplýsingar má finna hér.

Dalvíkurbyggð er stoltur aðili að Norðurstrandarleiðinni og það verður gaman að sjá hvort aukning verður af ferðmönnum sem munu heimsækja perluna okkar á næstu árum.
Nánari upplýsingar um viðburði tengda opnun leiðarinnar má vænta á næstu dögum.

Sjá frétt RÚV hér