Neyðarkall alla næstu helgi

Neyðarkall alla næstu helgi

Meðlimir björgunarsveita og slysavarnadeilda um land allt munu selja Neyðarkall alla næstu helgi og útlit er fyrir að þátttaka verði góð enda um góða fjáröflun fyrir einingar félagsins að ræða. Að þessu sinni er kallinn í sjóbjörgunarkalla og alveg jafn sætur og verið hefur síðustu tvö ár. Það er von þeirra að landsmenn muni taka björgunarsveita- og slysavarnafólki vel um helgina.