Netföng bæjarfulltrúa

Eins og sagt hefur verið frá áður hér á heimasíðu Dalvíkurbyggðar samþykkti bæjarráð í haust að bjóða íbúum Dalvíkurbyggðar upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum. Bæjarstjóri er með viðtalstíma þriðjudaga frá kl. 10.00-12:00 og aðra daga eftir samkomulagi og bæjarfulltrúar verða með viðtalstíma fyrsta mánudag í mánuði frá 16:00-18:00.  Hægt er að panta tíma í þjónustuveri í síma 460-4900.  Nú hafa allir bæjarfulltrúarnir fengið netfang með endingunni @dalvik.is og geta íbúar einnig nálgast bæjarfulltrúana með tölvupósti. Netföng bæjarfulltrúanna má sjá hér fyrir neðan og einnig undir stjórnsýslu hér til vinstri.

Bjarnveig Ingvadóttir forseti  bjarnveig@dalvik.is 
Hilmar Guðmundsson hilmar@dalvik.is 
Arngrímur Baldursson arngrimur@dalvik.is 
Svanfríður jónasdóttir, bæjarstjóri  sij@dalvik.is
Anna Sigríður Hjaltadóttir annas@dalvik.is   
Marinó Þorsteinsson marino@dalvik.is 
Jóhann Ólafsson johann@dalvik.is