Námsverið kynnir námskeið haustannar

Námsver Dalvíkurbyggðar er þessa dagana að kynna námskeið haustannar. Alls eru í boði sjö námskeið af ýmsum toga. Fyrsta námskeiðið hefst 11. október og eru námskeiðin öllum opin. Áhugasömum er bent á að skrá sig á netfangið margret@dalvik.is eða hringja í þjónustuver Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.