Minnum á íbúafund á Rimum

Minnum á íbúafund á Rimum

Minnum á íbúafund á Rimum í kvöld, miðvikudagskvöldið, 29. janúar kl. 20. 

Dagskrá:

1) Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála í dag og úrvinnslu sem er í gangi eftir óveðrið.

2) Viðbragðsaðilar fara yfir skýrslur sem þeir hafa tekið saman um gang mála.

Björgunarsveit
Lögregla
Slökkvilið
Rauði Krossinn
Heilsugæsla
Veitur

3) Opið fyrir almennar umræður, ábendingar og fyrirspurnir.

Kaffi verður í boði fyrir fundarmenn og er það ósk vettvangsstjórnar að fundarmenn gefi sér tíma til að sitja saman að fundi loknum og eiga notalega stund í samræðum við vini og nágranna.

F.h. Vettvangsstjórnar

Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjóri.