Minnisblað sóttvarnalæknis: Uppskipting í sóttvarnahólf

Minnisblað sóttvarnalæknis: Uppskipting í sóttvarnahólf

Þessar leiðbeiningar eiga við um alla hólfaskiptingu utanhúss og innandyra.

Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni.
Frá og með 15. júní má hvert rými innan- sem utandyra ekki taka á móti fleiri en 500 manns
nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 500 manna hólf. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin
með í gestafjölda.

Enginn samgangur (blöndun) á að vera á milli hólfa. Það gengur þvert á tilgang fjöldatakmarkanna
að hafa 500 manna hólf en mörg hólf safnist svo saman t.d. í sömu veitingasölu.

Um öll svæði gildir að gestir eiga ekki að koma inn á svæði ef þeir:
 Eru í sóttkví.
 Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
 Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

Þeir sem hafa verið erlendis síðustu 14 daga eiga að sýna sérstaka varúð - einnig þrátt fyrir
neikvætt próf (skimun) við komu til landsins.

Gestir eru beðnir að virða 2ja metra nándarmörk á milli einstaklinga eins og frekast er unnt.
Auðvelt aðgengi að handþvottaaðstöðu og handspritti þarf að vera til staðar.
Hvert skilgreint hólf þarf að vera greinilega aðskilið. Þau þurfa að hafa eigin inngang og útgang og enginn samgangur er heimilaður á milli hólfa.
Salerni þurfa að vera aðskilin fyrir hvert hólf og eru fjögur salerni æskileg fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu.
Miðasala, veitingasala og önnur þjónusta þarf að vera aðskilin fyrir hvert hólf. Starfsfólk við slíka þjónustu má ekki fara á milli hólfa.
Sameiginlega snertifleti þarf að þrífa og sótthreinsa a.m.k. daglega eða oftar eftir aðstæðum.
Brýna þarf fyrir gestum að gæta ýtrustu varkárni og virða reglur um sóttvarnir. Veggspjöld til áminningar eru til sem hægt er að prenta út og hengja upp (https://www.covid.is/veggspjold).
Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega ekki hafa opið lengur en til kl. 23:00 alla daga vikunnar. Hvatt er til að opinberar skemmtanir sem ekki eru leyfisskyldar standi
ekki lengur en til 23:00.

Með kveðju,
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn