Minningartónleikar

Minningartónleikar

Minningartónleikar um Daníel Hilmarsson verða haldnir í Dalvíkurkirkju þann 19.febrúar. Daníel hefði orðið fertugur 8. febrúar og ætla aðstandendur hans að stofna minningarsjóð um hann sem ætlað er að styrkja efnilega skíðamenn. Á tónleikunum koma fram Páll Rósinkranz ásamt hljómsveit, Þórarinn Hjartarson, Hundur í óskilum, Jón Ólafsson, Björn Ingi Hilmarsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og miðaverð er 1000 krónur sem munu renna í minningarsjóðinn.