Minningarleikur haldinn í minningu Hans Ágústs

Á þriðjudaginn næstkomandi, 23. júlí kl 19:00, mun Dalvík/Reynir leika minningarleik gegn Magna Grenivík á Dalvíkurvelli.

Minningarleikur þessi er haldinn í minningu Hans Ágúst Guðmundssonar Beck sem lést í hræðilegu bílslysi þann 26. mars 2012. Hansi var markvörður Dalvíkur/Reynis og skildi hann eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Allur ágóði af þessum leik rennur óskiptur til fjölskylu Hansa.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Dalvíkur/Reynis www.dalviksport.is