Miðvikudagsgangan í kringum Stórhólstjörnina

Miðvikudagsgangan 6. júlí verður í kringum Stórhólstjörnina. Ferð sem sérstaklega er sniðin fyrir börnin. Pabbar, mömmur, afar og ömmur eru hvött til að koma með okkur og hafa í farteskinu ofurlítið nesti fyrir smáfólkið því nestisstopp er ómissandi hluti af svona lautaferðalagi.
Hvetjið vini og vandamenn til að koma með í þessa ferð sem er opin öllum.
Farið verður frá bílastæðinu við Dalvíkurkirkju klukkan 17:15 og tekur ferðin 1-2 klst, allt eftir því hvað við förum hratt yfir.