Miðvikudagsgangan; Böggvisstaðadalur-Upsadalur

Á morgun, 27. júlí, verður síðasta miðvikudagsganga sumarsins á vegum Ferðafélags Svarfdæla. Kristján Hjartarson mun þá leiða göngu inn Böggvisstaðadal að Kofa og til baka niður Upsadalinn. Lagt verður af stað frá bílastæðinu norðan Dalvíkurkirkju klukkan 17:15. Ferðin tekur 3-4 klukkutíma og er ekki erfið.