Miðvikudagsganga Ferðafélags Svarfdæla-Skriðukotsvatn

Næsta miðvikudagsganga Ferðafélags Svarfdæla verður farin frá Hofsárkoti, meðfram Skriðukotslæknum að Skriðukotsvatni þann 20. júlí. Brottför á einkabílum frá bílastæði Dalvíkurkirkju klukkan 17:15. Fararstjóri verður Sveinn Brynjólfsson sem mun hitta göngumenn á hlaðinu í Hofsárkoti um klukkan 17:30. Allir áhugsamir velkomnir.