Mentor og hópastarf

Leikskólinn er kominn inní Mentor kerfið líkt og Grunnskólinn en til að byrja með notum við kerfið aðallega til að senda út tölvupóst. Við þurfum aðeins að læra á kerfið og skoða þá möguleika sem það hefur uppá að bjóða. Hægt er að fara inná mentor.is og skrá sig inn þar. Þeir foreldrar sem eru með börn í Grunnskólanum nota sama lykilorð en öðrum foreldrum er bent á að hafa samband við ritara Dalvíkurskóla til að fá lykilorð.

Þessi vika er síðasta vikan okkar í  hefðbundnu hópastarfi, í næstu viku förum við að vinna að ýmsu er varðar jól og jólaundirbúning nema að epla og bananahópur heldur áfram að fara í íþróttahús á sínum tímum.