Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki

Ragnheiður Jóna, Menningarfulltrúi Eyþings, verður til viðtals á morgun, þriðjudag, milli kl.10:00-12:00 á þriðju hæð Ráðhússins á Dalvík varðandi úthlutun styrkja til eflingar á menningarstarfssemi og menningartengdri ferðaþjónustu.

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.

Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2007 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

  • Áhersla á vetrartímann (vetrarmenningu og vetrarlist)
  • Samstarf yfir vetrartímann milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
  • Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
  • Skapandi starf fyrir börn og unglinga

Umsóknarfrestur er til og með 31. október.  Úthlutun fer fram í nóvember. Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings