Matthildur Freyja 6 ára

Matthildur Freyja 6 ára

Þann 22. apríl varð hún Matthildur Freyja 6 ára, hún var stödd í höfuðborginni þann dag þannig að haldið var upp á afmælið hennar í gær. Hún byrjaði á því að gera sér stór glæsilega kórónu og fór út og flaggaði íslenska fánanum í tilefni þessa merka atburðar Þar sem Matthildur Freyja er sú eina í leikskólanum sem á afmæli í apríl mánuði þurfti ekki að halda neitt sameiginlegt afmæli, heldur var haldið upp á hennar afmæli með því að hún bauð öllum börnunum upp á ávaxtaspjót í ávaxtastundinni í gær. Að sjálfsögðu sungu börn og kennarar svo fyrir hana afmælissönginn Við óskum elsku Matthildi Freyju og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.