Mánudagurinn 9. nóvember

Ágætu foreldrar

Vegna skipulagsdags í Dalvíkurskóla fellur íþróttakennsla hjá Bananahóp niður á mánudaginn. Þess í stað eiga þau að mæta með íþróttafötin sín á fimmtudaginn.

Á mánudaginn verður sameiginlegur íþróttadagur Káta- og Krílakots þar sem börn fædd 2005 og 2006 hittast. Epli og Perur koma því með íþróttaföt þennan dag.

Þessi breyting gildir einungis í þetta eina skipti og verður framvegis samkvæmt stundaskrá. Bananar á mánudögum og Epli á fimmtudögum. Að lokum viljum við minna á að leikskólinn lokar 12:15 á mánudaginn vegna starfsmannafundar.